1. Inngangur

Við, Ella‘s Kitchen (Brands) Limited („við“, „okkur“, „okkar“, „Ella‘s Kitchen“) skuldbindum okkur til að vernda og virða persónuupplýsingarnar þínar.


Þessi persónuverndarstefna útskýrir notkun okkar á persónuupplýsingunum sem þú sendir okkur í kjölfar eða við:

(a) notkun þína á vefsvæðinu www.ellaskitchen.is („Vefsvæði“);
(b) öll samskipti, sendingar, innihald eða annað efni á milli þín og Ella’s Kitchen;
(c) öll samskipti við okkur sem fara fram í gegnum vefsvæðið eða aðrar samskiptaleiðir;
(d) öll virkni og gagnvirk þjónusta (eins og greint er frá í skilmálum og skilyrðum) sem er boðið upp á í gegnum eða í kjölfar notkunar þinnar á vefsvæðinu;
(e) upplýsingar sem þú gefur upp við notkun þína á eyðublaðinu „Hafa samband“ á vefsvæðinu.

Persónuupplýsingar eru hvers kyns upplýsingar sem hægt er að kenna þig við, og geta falið í sér nafn þitt, heimilisfang eða netfang. Lestu það sem hér á eftir stendur vandlega og kynntu þér viðhorf okkar og verkferli hvað varðar persónuupplýsingarnar þínar og hvernig við förum með þær. Með því að fara á vefsvæðið, fletta á því, nota það eða gefa upp persónuupplýsingarnar þínar, staðfestirðu að þú hafir lesið persónuverndarstefnuna og samþykkir hana.


2. Gagnastjóri

Ella's Kitchen (Brands) Limited á og rekur vefsvæðið, og er þar af leiðandi gagnastjóri þess í ljósi gagnaverndarlaga.

3. Gögn sem við söfnum um þig

Við söfnum bæði upplýsingum sem þú gefur okkur beint upp og upplýsingum sem eru fengnar sjálfkrafa eða óbeint. Sér í lagi söfnum við og vinnum úr eftirfarandi upplýsingum:

  • upplýsingum sem þú gefur upp þegar þú fyllir út eyðublöð á vefsvæðinu. Þetta felur í sér upplýsingar sem þú gefur upp þegar þú fyllir út eyðublaðið „Hafa samband“;
  • upplýsingum sem þú gefur upp í samskiptum þínum við okkur;
  • upplýsingum sem þú gefur upp til að svara könnunum sem við biðjum þig að taka þátt í vegna rannsókna (þó þér beri ekki skylda til að svara könnununum);
  • upplýsingum um heimsóknir þínar á vefsvæðið, þar á meðal, þó ekki takmarkist við, upplýsingar um umferð, staðsetningu, vefskrár og samskipti, og tilföng og tenglar sem þú nýtir þér;
  • upplýsingum sem við fáum frá þriðju aðilum (þar á meðal frá systurfyrirtækjum okkar);
  • upplýsingum sem þú gefur upp um þig í hvert sinn sem þú hefur samband við okkur í gegnum samfélagsmiðla eða nýtir þér tilboð, tekur þátt í keppnum eða sendir inn umsagnir um okkur; og
  • öllum öðrum upplýsingum sem þú veitir okkur þegar þú notar vefsvæðið, þar á meðal þegar þú verslar á netinu, skráir þig inn á reikninginn þinn, t.d. notandanafn og aðgangsorðið sem þú velur, nafn, heimilisfang og netfang.

Stundum söfnum við viðkvæmum persónuupplýsingum eða ákveðinni gerð af persónuupplýsingum sem þú gefur upp í gegnum eyðublaðið „Hafa samband“ vegna heilsutengdra upplýsinga sem varða barnið þitt, t.d. ofnæmi eða annað sem hefur áhrif á mataræði þess. Við meðhöndlum þessar upplýsingar með aukinni nærgætni samkvæmt lögum um persónuvernd. Við söfnum aðeins og notum persónuupplýsingarnar ef þú hefur veitt samþykki þitt fyrir því.

Við munum einnig safna upplýsingum um þig frá þriðju aðilum til að hjálpa okkur að ná betri skilningi á viðskiptavinum okkar. Í þessum upplýsingum gæti til dæmis komið fram hvaða vörum þú gætir haft áhuga á.

4. Gögn sem við söfnum í gegnum notkun þína á vefsvæðinu

Þegar þú notar vefsvæðið okkar munum við einnig óbeint safna gögnum í gegnum vefkökur, díla, vefvita, gagnaskrár og aðra tækni. Þessi gögn hjálpa okkur að veita gagnlegri upplýsingar, þjónustu, verkfæri og auglýsingar. Í reglum okkar um vefkökur er að finna nánari upplýsingar.

5. Geymsla persónuupplýsinganna þinna

Við munum gera það sem raunhæft telst til að tryggja að farið sé á öruggan hátt með persónuupplýsingarnar þínar og í samræmi við persónuverndarstefnuna. Við varðveitum persónuupplýsingarnar sem þú gefur upp í samræmi við gildandi lög og almennar reglur um varðveislu gagna. Við munum aðeins varðveita persónuupplýsingarnar þínar í kerfum okkar í þann tíma sem nauðsynlegur er til að vinna úr þeim.

Við gerum raunhæfar ráðstafanir til að eyða eða ónafngreina persónuupplýsingar sem við varðveitum ef þeirra er ekki lengur þörf.

6. Notkun persónuupplýsinga

Við notum upplýsingar um þig vegna eftirfarandi ástæðna og á eftirfarandi hátt:

Ef okkur ber skylda til þess vegna samnings á milli þín og okkar:

  • til að veita þér upplýsingar um vörur okkar og/eða þjónustu sem þú baðst um frá okkur;
  • til að tilkynna þér um breytingar á vörum okkar og/eða þjónustu.

Þegar þess er þörf vegna lögmætra hagsmuna okkar:

  • til markaðssetningar, til að veita þér upplýsingar um fáanlegar og/eða nýjar vörur og/eða þjónustu sem við teljum að þú gætir haft áhuga á;
  • til að senda kannanir, auglýsa á samfélagsmiðlum og greina lýðfræðiupplýsingar viðskiptavina okkar, en þetta hjálpar okkur að skilja verslunarhætti þína;
  • til að tryggja að efni frá vefsvæðinu sé sett fram á sem skilvirkastan hátt fyrir þig og tölvuna;
  • til að gera þér kleift að taka þátt í gagnvirkum eiginleikum þjónustunnar okkar.

Þegar þú samþykkir:

  • Fyrir ákveðnar tegundir markaðssetningar og auglýsinga sem krefjast og heyra undir samþykki þitt;
  • til að gera okkur kleift að hafa samband við þig til að ræða um fyrirspurnina eða kvörtunina sem þú sendir í gegnum eyðublaðið Hafa samband á vefsvæðinu, og til að fylgja svo eftir með stuttri könnun.

Ef þess er krafist samkvæmt lagalegum skyldum:

  • Til að fylgja gildandi lögum þegar þess er þörf og þegar okkur ber skylda til að geyma og/eða gefa upp ákveðnar upplýsingar, og
  • vegna eftirlits innan og utan fyrirtækisins.

7. Uppljóstrun persónuupplýsinga

Sem hluti af þjónustunni sem við bjóðum upp á notum við utanaðkomandi stofnanir okkur til aðstoðar. Þessar stofnanir vinna úr gögnum og eru undir nánu eftirliti hvað varðar hvernig þær nota/nota ekki gögnin þín og Ella‘s Kitchen ber ábyrgð á því að vernda gögnin þín. Þessar stofnanir geta verið:

  • viðskiptafélagar, birgjar og verktakar sem framfylgja samningi sem við gerum við þá eða þig;
  • tölvutækniveitendur, þar á meðal hýsill vefsvæðisins og tölvupóstþjónusta;
  • Gagnagreiningarfyrirtæki sem gera okkur kleift að skilja betur [hvernig þú verslar] [viðskiptavini okkar]; og
  • Netkerfi sem krefjast gagnanna til að velja og bjóða upp á markmiðaðar auglýsingar sem eru birtar þér og öðrum neytendum. Þetta getur falið í sér sérsniðnar auglýsingar sem þú (og aðrir neytendur) sérð á samfélagsmiðlum, byggt á þeim upplýsingum sem þú veitir.
  • Ef þú tekur þátt í tilboði eða keppni sem felur í sér þriðju aðila og þeir þurfa að tilkynna þér um verðlaun eða aðrar upplýsingar til að uppfylla samningsbundnar skyldur sínar. Þegar þú nýtir þér tilboð gæti verið að þörf sé á viðbótarupplýsingum um ákveðið verklag persónuupplýsinga sem tengjast tilboðinu;
  • ef við förum í gegnum rekstrarbreytingar, t.d. ef samruni á sér stað eða ef annað fyrirtæki kaupir eða selur eignir okkar að hluta til eða í heild, gætu upplýsingarnar þínar verið fluttar og þú staðfestir að flutningurinn sé heimilaður samkvæmt þessari persónuverndarstefnu;
  • ef okkur ber skylda til að gefa upp eða deila persónuupplýsingunum þínum samkvæmt lögum, til að framfylgja skilmálum eða skilyrðum vefsvæðisins eða annarra samninga, til að vernda réttindi, eignir eða öryggi Ella‘s Kitchen, viðskiptvini okkar, eða aðra. Þetta felur í sér flutning á upplýsingum á milli okkar og annarra fyrirtækja og stofnana til að sneiða hjá svikum og draga úr áhættu vegna lána; og
  • Til að veita viðskiptavinum viðeigandi þjónustu. Athugið að persónuupplýsingarnar sem unnið er úr og tengjast þjónustu við viðskiptavini eru geymdar í öðrum gagnagrunni og ekki notaðar til markaðssetningar.

8. Markaðssetning

Ef þú hefur veitt Almennri markaðsdeild viðeigandi samþykki, sendum við markaðsefni um vörur eða þjónustu sem Ella‘s Kitchen býður upp á. Ef þú hefur veitt okkur viðeigandi samþykki gætum við einnig sent upplýsingarnar þínar til útvalinna þriðju aðila vegna markaðssetningar (eins og greint er frá í ákvæði 7 hér að ofan).

Þú hefur rétt á því að taka fyrir notkun persónuupplýsinganna þinna vegna markaðssetningar og afturkalla samþykkið sem þú veittir okkur til að vinna úr persónuupplýsingunum þínum og nota þær til markaðssetningar. Þú getur nýtt þér rétt þinn til að koma í veg fyrir úrvinnslu persónuupplýsinganna þinna hvenær sem er með því að senda okkur tölvupóst á customer.enquiries@ellaskitchen.com, eða með því að smella á „Segja upp áskrift“ í viðkomandi tölvupósti.

9. Alþjóðlegur flutningur

Upplýsingarnar sem við söfnum gætu verið fluttar til og geymdar í landi utan Evrópska efnahagssvæðisins („EES“). Gögnin þín gætu verið flutt til og þau meðhöndluð af starfsfólki utan EES, sem vinnur fyrir okkur eða fyrir þriðja aðila sem við gætum gefið persónuuplýsingarnar þínar upp til (sjá ákvæði 7 hér að ofan). Við munum aðeins flytja upplýsingarnar út fyrir EES ef viðeigandi ráðstafanir hafa verið gerðar til að tryggja að þær séu rétt verndaðar, t.d. með því að gera viðeigandi samninga sem eru samþykktir af gagnaöryggisstjórum við viðkomandi þriðju aðila.

10. Ef þú ert yngri en 16 ára

Ef þú ert yngri en 16 ára verður foreldri eða forráðamaður að gefa samþykki sitt áður en þú getur [notað eyðublaðið „Hafa samband“] [verða „Vinur Ella’s“].

11. Réttindi þín

Þú hefur rétt til að fá aðgang að upplýsingunum sem við geymum um þig og vita hvernig við notum þær. Þú hefur einnig rétt til að biðja okkur um afrit af upplýsingunum og fá þær sendar til þín eða annars aðila.


Ef einhverjar upplýsinganna sem við geymum um þig eru rangar máttu einnig biðja um að þær séu leiðréttar eða þeim eytt. Þú hefur einnig rétt á því að biðja okkur um að hætta að vinna úr persónuupplýsingunum þínum og/eða afturkalla samþykki þitt fyrir úrvinnslu persónuupplýsinga sem þú þarft að gefa samþykki þitt fyrir, nema að við höfum lagalega ástæðu til að gera það.

Til að nýta þér réttindi þín skaltu smella á tengilinn „Hafa samband“ á vefsvæðinu og við svörum beiðninni innan eins mánaðar. Ef svo ólíklega vill til að okkur tekst ekki að svara innan eins mánaðar látum við þig vita eins fljótt og auðið er.

12. Tenglar á önnur vefsvæði

Af og til gætirðu rekist á tengla á önnur vefsvæði á vefsvæðinu okkar. Ef þú smellir á tengil á eitthvert þessara vefsvæða skaltu athuga að þessi vefsvæði hafa sínar eigin persónuverndarstefnur og að við berum ekki ábyrgð á þeim. Athugaðu þessar stefnur áður en þú sendir inn persónuupplýsingar á þessi vefsvæði.

13. Breytingar á persónuverndarstefnunni okkar

Við áskiljum okkur rétt til að breyta innihaldi vefsvæðisins. Allar breytingar sem við gerum á persónuverndarstefnunni héðan af verða birtar á þessari síðu. Þú berð ábyrgð á því að lesa persónuverndarstefnuna reglulega. Notkun þín á vefsvæðinu okkar og tilkynning um slíkar breytingar gilda sem samþykki þitt á endurskoðaðri stefnu.

14. Hafa samband

Þér er velkomið að senda spurningar, ummæli og beiðnir sem varða persónuverndarstefnuna og meðhöndlun persónuupplýsinganna þinna á customer.enquiries@ellaskitchen.com með viðfangsefninu “Privacy Policy Monitoring”.

15. Kvartanir

Ef áhyggjuefni eða kvartanir um meðhöndlun persónuupplýsinganna vakna geturðu sent inn kvörtun til Persónuverndar: https://www.personuvernd.is eða sent skriflega beiðni á heimilisfangið Rauðarárstígur 10, 105 Reykjavík, Ísland. Við biðjum þig vinsamlegast um að reyna að finna lausn við vandamálum með því að hafa samband við okkur fyrst, áður en þú sendir málið til Persónuverndar með því að nýta þér eyðublaðið „Hafa samband“ á vefsvæðinu, eða með því að senda tölvupóst á customer.enquiries@ellaskitchen.com.